Svokölluð 100 ára regla í aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar er nú til endurskoðunar í umhverfisráðuneytinu.

Í kynningu um málið í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að miðað verði við tiltekið ártal frekar en aldur húsa. Í kynningunni segir að af 100 ára reglunni leiði að stutt sé í aldursfriðun mikils fjölda steinsteyptra húsa og annarra mannvirkja í þéttbýli og sveit, sem og innviða úr fjöldaframleiddum efnivið, en dæmi um slíkt eru gaddavírsgirðingar í sveitum landsins.