Loftslagsaðgerðarsinnar stefna Noregi til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að veita leyfi til olíuleitar á Norðurheimskautssvæðinu. Stefnendur segja áform um að bora eftir olíu á svæðinu fara á mis við rétt fólks til heilbrigðs umhverfis, eins og kemur fram í grein frá The Guardian.

Sex einstaklingar og tvö félög um náttúruvernd, Greenpeace og Young Friends of the Earth, standa að baki kærunni en þau telja ákvörðun Noregs hafa slæmar afleiðingar fyrir framtíð ungs fólks. Aðgerðarsinnarnir eru allir á aldrinum 20 til 27 ára.

Greenpeace telur Noreg vera að gera lítið úr umhverfismannréttindum og afleiðingum hnattrænnar hlýnunar á líf komandi kynslóða með því að taka málið ekki til skoðunar. Þrír dómstólar í landinu vísuðu málinu frá.

Noregur er næst stærsti framleiðandi olíu og gass og framleiðir um fjórar milljón tunnur á dag. Í seinustu viku tilkynnti stjórnvöld að þau ætluðu að fjárfesta meiru í vatn- og vindorku en ætluðu þó að halda áfram að framleiða olíu og gas fram til ársins 2050 og mögulega lengur.