Sig­ríður Ey­rún Frið­riks­dóttir og Karl Ol­geirs­son stefna Land­spítalanum bæði til greiðslu miska- og skaða­bóta vegna al­var­legra mis­taka á fæðingar­deild spítalans árið 2015. Í byrjun ársins fæddist þeim drengurinn Nói Hrafn. Hann varð fyrir heila­skaða í fæðingu og lést fimm dögum síðar. Fyrst var greint frá málinu í kvöld á RÚV.

Þau Sig­ríður og Karl lögðu fram kvörtun til Land­læknis um sumarið. Land­læknir komst svo að þeirri niður­stöðu að í­trekuð og al­var­leg mis­tök starfs­fólks spítalans hafi leitt til þess að barnið skaðaðist í fæðingu og lést. Land­læknir úr­skurðaði meðal annars að van­ræksla ljós­mæðra og sér­fræði­læknis hafi haft þessar af­leiðingar og gekkst spítalinn einnig við mis­tökum starfs­fólksins.

Næsta ár, um haustið, kærðu þau málið til lög­reglu og sendu bóta­kröfu til ríkis­lög­manns. Alls hafa fimm starfs­menn á spítalanum stöðu sak­bornings. Lög­regla hefur málið enn til rann­sóknar og kemur fram í frétt RÚV um málið að ríkis­lög­maður hefur ekki svarað efnis­lega, þrátt fyrir ítrekun í júní síðast­liðnum. Ríkis­lög­manni hefur nú verið birt stefna á hendur Land­spítalanum vegna and­láts barnsins. Málið verður þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur á þriðju­dag.