Stjórn­völd kynntu í gær tíma­bundnar hertar að­gerðir á landa­mærunum til að sporna við út­breiðslu CO­VID-19 innan­lands. Mark­miðið er að skapa að­stæður sem gera kleift að af­létta sem mest tak­mörkunum innan­lands fyrir 1. júlí. Á­ætlunin miðar við þróun bólu­setninga og í til­kynningu frá ráðu­neytinu segir að eftir því sem hlut­fall bólu­settra hækkar skapast for­sendur til að slaka á tak­mörkunum, jafnt innan­lands og á landa­mærunum.

Ó­breyttar reglur um vott­orð og sýna­töku á landa­mærum til 1. júní

Reglur um fram­vísun vott­orða og um sýna­tökur á landa­mærum verða ó­breyttar að minnsta kosti til 1. júní og þannig hefur upp­töku lita­kóðunar­kerfisins sem átti að taka í gildi næstu mánaða­mót verið frestað.

Þá kemur fram að þau sem fram­vísa vott­orði um bólu­setningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýna­töku á landa­mærunum og sæta reglum um sótt­kví meðan beðið er niður­stöðu. Aðrir fara í tvö­falda sýna­töku og fimm daga sótt­kví á milli.

Þá munu frá og með 1. júní gilda vægari kröfur um þau lönd sem skil­greind verða sem lág-á­hættu­svæði.

Svæðis­bundið á­hættu­mat gefið út reglu­lega: Frá 7. maí verður gefið út hálfs­mánaðar­lega svæðis­bundið á­hættu­mat um stöðu og þróun far­aldursins til að byggja á á­kvarðanir um landa­mæra­að­gerðir. Við á­hættu­matið veður meðal annars stuðst við lita­kóðunar­flokkun Evrópsku sótt­varna­stofnunarinnar.

Nánar um breytingarnar hér.