Vilja­yfir­lýsing um fram­tíðar­hús­næði Lista­há­skóla Ís­lands (LHÍ) í Toll­húsinu við Tryggva­götu var undir­rituð í dag.

Stofn­kostnaður við fram­kvæmdir á Toll­húsinu er um 10,8 milljarðar til við­bótar við á­ætlað virði hússins, sem er um 2 milljarðar króna.

Það kemur fram í nýju minnis­blaði sem unnið var af vinnu­hópi um fram­tíðar­hús­næði LHÍ skipaður af Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra með aðild for­sætis­ráðu­neytisins, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins, Reykja­víkur­borgar og Lista­há­skólans.

Í til­kynningu frá há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu kemur fram að til­laga hópsins metur kostnað flutninganna um 451 milljónir ár­lega sem er ná­lægt nú­verandi leigu­kostnaði skólans.

451 milljón árlega

,,Það er mikil­vægt að byggja vel undir list­nám á Ís­landi enda eru skapandi greinar ein af grunn­stoðum at­vinnu­lífs og ný­sköpunar. Í fyrsta sinn í sögu Lista­há­skóla Ís­lands liggur fyrir sam­þykki ríkis­stjórnar Ís­lands um fjár­mögnun á fram­tíðar­hús­næði skólans. Það er risa­stór á­fangi – sá stærsti í sögu skólans – og við fögnum honum svo inni­lega hér í dag,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, í til­kynningu.

Lengi hefur verið um­ræða um að sam­eina alla starf­semi Lista­há­skólans í einu hús­næði en eins og stendur fer starf­semin fram í fjórum mis­munandi byggingum, sem bráð­lega verða fimm talsins er kvik­mynda­lista­deild opnar í Borgar­túni í haust.

Af þessum stöðum er hús­næðið við Laugar­nes­veg 91 það eina sem tryggt er skólanum til lengri tíma. LHÍ stefnir að því að geta hafið kennslu í Toll­húsinu á næstu þremur til fimm árum.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu kemur fram að miðað sé við að ríkis­sjóður fjár­magni fram­kvæmdina en muni á móti fá þann á­góða sem hlýst af því að þróa hús­næðið við Laugar­nes­veg til að standa undir fjár­festingunni.

Vilja­yfir­lýsinguna undir­rituðu há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, for­sætis­ráð­herra, full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins og borgar­stjóri Reykja­víkur.

Til­kynninguna er hægt að lesa hér í heild sinni.