Ríkis­lög­reglu­stjóri mun halda blaða­manna­fund snemma í næstu viku. Til stendur að upp­lýsa eins mikið og hægt er varðandi rann­sókn vegna á­ætlaðrar skipu­lagningar hryðju­verka á Ís­landi. Þetta kemur fram á mbl.is.

„Rann­sóknin gengur vel, það er verið að elta allar vís­bendingar og það er unnið sleitu­laust,“ segir Sig­ríður Björg Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri.

Vinnan sem stendur yfir núna snúist að mestu um að ganga frá lausum endum, búa til tíma­línur og fara yfir tæki og tól.

Sig­ríður Björg segist þakk­lát að þrjú em­bætti vinni þétt að rann­sókn málsins, þrátt fyrir að hún sé á for­ræði ríkis­lög­reglu­stjóra.