Full­trúa­deild Banda­ríkjanna vinnur nú að því að á­kæra Donald Trump til em­bættis­missis en for­seti full­trúa­deildarinnar, Nan­cy Pelosi, greindi frá þessu fyrr í dag. „Lýð­ræði okkar er það sem er í húfi, for­setinn gefur okkur enga annarra kost á völ en að gera eitt­hvað,“ sagði Pelosi á blaða­manna­fundi í morgun en BBC greinir frá málinu.

Rann­sókn á meintum em­bættis­brotum Trumps hefur nú staðið yfir frá því í lok októ­ber en for­setinn er sagður hafa sett skil­yrði fyrir hernaðar­að­stoð til Úkraínu gegn því að for­seti Úkraínu myndi rann­saka Joe Biden, for­seta­fram­bjóðanda Demó­krata og fyrrum vara­for­seta Banda­ríkjanna, og son hans, Hun­ter Biden.

Vonast til að koma málinu fyrir dómstóla í byrjun næsta árs

Fjöl­margir hátt settir em­bættis­menn hafa borið vitni fyrir leyni­þjónustu­nefn full­trúa­deildarinnar en þar á meðal báru þrír prófessorar í stjórn­laga­fræði vitni í gær þar sem þeir sögðu að að­gerðir Trumps væri til­efni til þess að kæra hann til em­bættis­missis. Donald Trump hefur þó á­valt neitað sög í málinu og hefur lýst rann­sókninni sem „mestu norna­veiðum í sögu Banda­ríkjanna.“

Frá því að Pelosi til­kynnti í lok septem­ber að full­trúa­deildin kæmi til með að hefja rann­sókn á em­bættis­brotum Trumps hafa hlutirnir verið fljótir að gerast. Demó­kratar vonast nú til þess að geta haldið kosningar um em­bættis­brotin innan þingsins áður en árinu lýkur og færa síðan málið fyrir dóm­stóla í janúar á næsta ári.