Stefán Vagn Stefáns­son, yfir­lög­reglu­þjónn og for­seti sveitar­stjórnar Sveitar­fé­lagsins Skaga­fjarðar er odd­viti lista Fram­sóknar í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningar í haust. Í öðru sæti er Lilja Rann­veig Sigur­geirs­dóttir, há­skóla­nemi og for­maður Sam­bands ungra Fram­sóknar­manna. Þriðja sætið skipar Halla Sig­ný Kristjáns­dóttir, al­þingis­maður. Í fjórða sæti er Frið­rik Már Sigurðs­son, bóndi og for­maður byggðar­ráðs Húna­þings vestra og fimmta sætið skipar Iða Marsibil Jóns­dóttir, skrif­stofu- og mann­auðs­stjóri og for­seti bæjar­stjórnar Vestur­byggðar. Sveinn Bernódus­son, járn­smíða­meistari í Bolungar­vík, skipar heiðurs­sæti listans.

Fram­boðs­listi Fram­sóknar­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber 2021 var sam­þykktur með öllum greiddum at­kvæðum á fjöl­mennu auka­kjör­dæmis­þingi Kjör­dæmis­sam­bands Fram­sóknar­manna í Norð­vestur­kjör­dæmi sem haldið var í fjar­fundi þann 20. apríl.

Í til­kynningu frá flokknum kemur fram að póst­kosning um fimm efstu sæti listans hafi farið fram dagana 16. febrúar til 13. mars, en sam­kvæmt fram­boðs­reglum Fram­sóknar gerir kjör­stjórn til­lögu um skipan fram­boðs­listans í heild að öðru leyti til stjórnar kjör­dæmis­sam­bandsins sem leggur hann fyrir auka­kjör­dæmis­þing.

Fram­boðs­listi Fram­sóknar í Norð­vestur­kjör­dæmi

 1. Stefán Vagn Stefáns­son, Sauð­ár­króki - Yfir­lög­reglu­þjónn og for­seti sveitar­stjórnar Sveitar­fé­lagsins Skaga­fjarðar
 2. Lilja Rann­veig Sigur­geirs­dóttir, Borgar­byggð - Há­skóla­nemi og for­maður Sam­bands ungra Fram­sóknar­manna
 3. Halla Sig­ný Kristjáns­dóttir, Önundar­firði - Al­þingis­maður
 4. Frið­rik Már Sigurðs­son, Húna­þingi vestra - Bóndi og for­maður byggðar­ráðs Húna­þings vestra
 5. Iða Marsibil Jóns­dóttir, Vestur­byggð - Skrif­stofu- og mann­auðs­stjóri og for­seti bæjar­stjórnar Vestur­byggðar
 6. Elsa Lára Arnar­dóttir, Akra­nesi - Að­stoðar­skóla­stjóri, for­maður bæjar­ráðs Akra­nes­kaup­staðar og f.v. al­þingis­maður
 7. Þor­gils Magnús­son, Blöndu­ósi - Skipu­lags- og byggingar­full­trúi
 8. Gunnar Ás­gríms­son, Sauð­ár­króki - Há­skóla­nemi
 9. Kol­brún Ösp Guð­rúnar­dóttir, Stykkis­hólmi - Nemi
 10. Jóhanna María Sig­munds­dóttir, Búðar­dal - Verk­efnis­stjóri og f.v al­þingis­maður
 11. Ragn­heiður Ingi­mundar­dóttir, Stranda­byggð - Verslunar­stjóri
 12. Gauti Geirs­son, Ísa­firði - Nemi
 13. Sæþór Már Hin­riks­son, Sauð­ár­króki - Tón­listar­maður
 14. Sig­rún Sjöfn Ámunda­dóttir, Borgar­byggð - Lög­reglu­maður
 15. Sigur­dís Katla Jóns­dóttir, Dala­byggð -Nemi
 16. Sveinn Bernódus­son, Bolungar­vík - Járn­smíða­meistari