Stefán Hannesson fyrrum meðlimur í Gagnamagninu hefur viðurkennt að hafa beitt fyrrverandi kærustuna sína ofbeldi. Stefán sagði sig úr hljómsveitinni eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar.
Hann birti færslu á Twitter seinnipartinn í dag þar sem hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann hafi beitt ofbeldi í sambandi og segist „iðrast innilega fyrir gjörðir sínar“.
„Árið 2013 beitti ég þáverandi kærustu mína ofbeldi og hefur hún nú stigið fram og sagt frá. Því miður var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi en það átti sér einnig stað í mínu fyrsta sambandi,“ segir Stefán og bætir við að hann hafi leitað sér hjálpar til að takast á við vandann.
„Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði á hverjum degi og mun alltaf gera. Ég hef leitað mér hjálpar hjá sálfræðingi til að horfast í augu við þetta og vinna úr þessu.“
Þá segist hann hafa tilkynnt meðlimum Gagnamagnsins í fyrra að hann myndi ekki koma fram með þeim ef þau yrðu beðin um það í framtíðinni.
„Á þeim tíma hefði ég átt að tilkynna það opinberlega. Ábyrgðin er mín, skömmin er mín,“ segir Stefán að lokum.
á hverjum degi og mun alltaf gera. Ég hef leitað mér hjálpar hjá sálfræðingi til að horfast í augu við þetta og vinna úr þessu. Varðandi Gagnamagnið, þá tilkynnti ég hópnum í fyrra að ég kæmi ekki fram með þeim ef við yrðum beðin um það í framtíðinni. Á þeim tíma hefði ég átt 2/3
— Stefán Hannesson (@StefanHannesson) January 21, 2022
að tilkynna það opinberlega. Ábyrgðin er mín, skömmin er mín. 3/3
— Stefán Hannesson (@StefanHannesson) January 21, 2022