Stefán Skarphéðinsson, fyrrverandi sýslumaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í gær 8. nóvember.

Morgunblaðið greinir frá.

Stefán var sjötíu og sjö ára að aldri en hann fæddist í Reykjavík 1. apríl 1945. Foreldrar hans voru þau Erla Krist­ín Eg­il­son hatta­meist­ari, fædd á Pat­reks­firði 1924, dáin 2010 og Skarp­héðinn Kr. Lofts­son lög­reglu­v­arðstjóri, fæddur í Arn­ar­bæli á Fells­strönd 1922, dáinn 2001.

Syst­ir Stef­áns var Guðrún Loft­hild­ur, f. 1949, d. 1982. Syst­ir Stef­áns sam­feðra er Katrín Dóra Valdi­mars­dótt­ir, f. 1957.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Stef­áns er Ingi­björg Ingimars­dótt­ir, fædd 1949. Þau eiga fjög­ur börn; Þór­unni Erlu, f. 1971, Krist­ínu Maríu, f. 1974, Ásgerði Ingu, f. 1979 og Stefán Ein­ar, f. 1983. Son­ur Stef­áns úr fyrra sam­bandi er Arnþór Har­ald­ur, f. 1966.

Stefán ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1967 og embætt­is­prófi í lög­fræði 1975. Árið 1980 varð Stefán héraðsdómslögmaður og 1994 var hann skipaður sýslumaður í Borgarnesi og gegndi embættinu til ársloka 2014 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Stefán bjó í Borgarnesi til dauðadags.