Stefán Páls­son, sagn­fræðingur, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri-grænna í Reykja­vík fyrir borgar­stjórnar­kosningarnar í vor. Það stað­festir Stefán í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Ég ætlaði að teikna upp ein­hvern krútt­legan status til að til­kynna þetta í fyrra­málið en þess þarf kannski ekki núna,“ segir Stefán og hlær, en Inn­herji greindi fyrst frá fram­boði hans og sagði rit­stjórn hafa fyrir því öruggar heimildir.

„Þetta stendur heima,“ segir Stefán og að eigin­kona hans, al­þingis­konan Steinunn Þóra Árna­dóttir, hafi hvatt hann til dáða. Steinunn Þóra situr á þingi fyrir sama flokk, Vinstri græn.

Spurður af hverju hann sækist eftir því að taka þátt í borgar­pólitík segir Stefán að síðustu misseri hafi hann gert mikið af því að vera með sögu­göngur í mið­bænum.

„Ég labba með alls­konar hópa. Ekki bara í Kvosinni, heldur um alla borg,“ segir Stefán og að bæði hafi göngurnar sjálfar og undir­búningurinn skapað hjá honum mikinn á­huga á borgar­málunum.

„Bæðu upp­byggingu borgarinnar og sögu hennar. Það er búið að glæða á­hugann hjá mér þannig að maður er orðinn spenntari fyrir borgar­málunum en maður var,“ segir Stefán en hann hefur tekið þátt í flokka­pólitík frá því að hann var í mennta­skóla.

Vinstri græn til­kynntu í síðasta mánuði að það yrði for­val um þrjú efstu sætin á lista þeirra í Reykja­vík. Þegar hafa þrjár konur til­kynnt um að þær sækist eftir fyrsta sæti listans. Það eru nú­verandi odd­viti listans, Líf Magneu­dóttir, Elín Odd­ný Sigurðar­dóttir, sem er vara­borgar­full­trúi flokksins og Elín Björk Jónas­dóttir, for­maður Reykja­víkur­fé­lags Vinstri grænna,