Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er látinn. Hann var aðeins 35 ára gamall. Stefán byrjaði ungur að tefla og keppti níu sinnum fyrir Íslands hönd á ólympíumótum, fyrst árið 2000 í Istanbul.

Hann varð alþjóðlegur meistari 2002 og skákmeistari Reykjavíkur 2002 og 2006. Fyrsta stórmeistaraáfangann hlaut hann 2006 en hann varð stórmeistari í skák árið 2011.

Stefán lætur eftir sig einn son.