Stefán Ei­ríks­son er nýr út­varps­stjóri. Þetta var til­kynnt rétt í þessu. Hann mun taka við stöðunni á eftir Magnúsi Geir Þórðar­syni, sem er sjálfur tekinn við sem Þjóð­leik­hús­stjóri.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins tók stjórn RÚV á­kvörðun um þetta í gær­kvöldi. Einn sat hjá í at­kvæða­greiðslunni en aðrir voru sam­mála um Stefán.

Valið stóð á milli fjögurra um­sækj­enda. Stefáns sem er nú­verandi borgar­ritari Reykja­víkur og fyrr­verandi lög­reglu­stjóri, Kol­brúnar Hall­dórs­dóttur, fyrr­verandi ráð­herra og þing­manns, Þor­steins Gunnars­sonar, sveitar­stjóra í Skútu­staða­hreppi og Karls Garðars­sonar, fram­kvæmda­stjóra Frjálsrar fjöl­miðlunar og fyrr­verandi þing­manns.

Nokkurn styr hefur staðið um ráðninguna en stjórn RÚV gaf ekki upp hverjir hefðu sótt um stöðuna. Sagði Kári Jónas­son, for­maður stjórnarinnar meðal annars í sam­tali við Frétta­blaðið að klausa á vef RÚV, þar sem tekið var fram að stofnuninni væri skylt að birta nöfn um­sækj­enda, hefði verið tekin út þar sem hún væri gömul.

Fram­lengdi stjórnin um­sóknar­frestinn um stöðuna um viku, til 9. desember í stað 2. desember. Sagði Kári að það hefði verið gert í sam­starf við Capacent „í von um að fá fleiri og betri um­­­sækj­endur.“

Hefur komið víða við

Stefán Ei­ríks­son hefur gegnt stöðu borgar­ritara Reykja­víkur­borgar frá því í desember 2016. Hann lauk grunn­skóla­prófi frá Haga­skóla í maí 1986 og stúdents­prófi frá Mennta­skólanum við Hamra­hlíð í desember 1990.

Stefán er lög­fræði­menntaður og út­skrifaðist frá laga­deild Há­skóla Ís­lands árið 1996. Hann var for­maður Orators, fé­lags laga­nema, árin 1993 til 1994 og sat í Stúdenta­ráði fyrir Vöku árin 1992 til 1994.

Þá var hann blaða­maður á Tímanum og á Morgun­blaðinu frá 1990 til 1996. Hann starfaði sem lög­fræðingur í dóms-og kirkju­mála­ráðu­neytinu frá 1996, í sendi­ráði Ís­lands í Brussel frá 1999 til 2001 og sinnti þar meðal annars verk­efnum á vegum Schen­gen sam­starfsins.

Árið 2002 varð hann skrif­stofu­stjóri dóms­mála-og lög­gæslu­skrif­stofu dóms­mála­ráðu­neytisins og síðar sama ár stað­gengill ráðu­neytis­stjóra. Hann sat í stjórn Neyðar­línunnar frá árinu 2002 og var stjórnar­for­maður til 2007.

Árið 2006 var Stefán skipaður lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu og þá var hann sviðs­stjóri vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar frá 1. septem­ber 2014. Hann hefur sinnt stunda­kennslu í Há­skóla Ís­lands og við Há­skólann í Reykja­vík auk þess sem hann kenndi lög­fræði í Mennta­skólanum við Hamra­hlíð sam­hliða laga­námi.