STEF fé­laga­sam­tökum tón- og texta­höfunda hefur verið gert kunnugt um stefnu tón­listar­mannsins Unn­steins Manuel Stefáns­sonar á hendur Húsa­smiðjunnar. Samkvæmt RÚV telur for­sprakki hljóm­sveitarinnar Retro Stef­son að fyrir­tækið hafi nýtt sér lag í aug­lýsinga­her­ferð sinni sem brjóti gegn höfundar­rétti.

Að sögn Stefáns Hilmars­sonar, for­stöðu­manns rekstrar­sviðs STEF liggur málið þó ekki á borði STEF. Sam­tökin gerist aldrei beinn þátt­takandi í á­líka málum. „Fjár­munir sam­takanna eru ein­fald­lega fjár­munir hinna fjöl­mörgu með­lima og ekki rétt­lætan­legt að verja þeim í mála­rekstur fyrir ein­staka höfunda,“ segir Stefán í sam­tali við Frétta­blaðið.

„STEF veitir þó að­stoð með þeim hætti, að með­limir geta notið um­sagnar eða á­lits mats­nefndar, sem skipuð er máls­metandi mönnum. Á­litið getur hjálpað höfundi að meta hvort þess virði sé að halda á­fram,“ segir Stefán enn fremur.

Húsasmiðjan neitar sök og telur málið eiga að vera í höndum auglýsingarskrifstofunnar sem framleiddi auglýsinguna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Keim­lík lög

Skiptar skoðanir eru um hvort lag sem notað var í aug­lýsinga­her­ferð Húsa­smiðjunnar brjóti gegn höfundar­rétti eður ei en lagið þykir líkjast laginu Glow sem samið var af Unn­steini. Að sögn Stefáns geta höfundar, eftir at­vikum lagt álit mats­nefndar STEF fyrir í réttar­haldi, „telji þeir að það geti gagnast sem lóð á vogar­skál.“

Sam­kvæmt frétt RÚV nálgaðist Húsa­smiðjan um­boðs­mann Retro Stef­son og falaðist eftir því að fá að nota lagið Glow í nýrri aug­lýsinga­her­ferð. Sam­komu­lag náðist ekki og var önnur tón­list í kjöl­farið notuð í her­ferðinni. Tón­list sem Unn­steinn, höfundur Glow, telur að brjóti gegn höfundar­rétti sínum og sé þar að auki ó­heimil notkun á hug­verki.

Beri ekki ábyrgð á laginu

Húsasmiðjan segir stefnunni vera beint að röngum aðila þar sem félagið hafi ekki komið að gerð auglýsinganna, heldur auglýsingastofa. Birting auglýsinganna var þó stöðvuð í kjölfar bréfs frá lögmanni Unnsteins.

Magnús Hrafn Magnús­son, lög­maður Unn­steins, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að Unn­steinn vilji ekki tjá sig um málið á meðan það er til efnis­legrar með­ferðar hjá dóm­stólum. Hér fyrir neðan má sjá