Undanþágan nær til hjólbarða-, véla, bifreiðaverkstæði fyrirtækisins ásamt sölu varahluta á meðan Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur afgreiðir umsóknir fyrirtækisins sem liggja inni.

Föstudaginn 25. júní s.l. úrskurðaði Úrskurðarnefnd Umhverfis og Auðlindamála (ÚUA) að hún felldi niður ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) að veita Vöku hf. starfsleyfi.

Starfssemi fyrirtækisins hefur legið niðri frá 25. júní en í ljósi þess var rúmlega helmingi starfsfólks Vöku, fjórtán manns, sagt upp um síðustu mánaðarmót.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort að til standi að endurráða fólkið sem fékk uppsagnarbréf í síðasta mánuði en fimm þeirra áttu að vinna síðasta starfsdag sinn í dag.

Í framhaldi felldi HER úr gildi starfsleyfi Vöku hf. Hefur starfsemi Vöku því verið stopp síðan 28. júní að undanskilinni akstursþjónustu og uppboði sýslumanns.

Móttaka förgunarbíla og niðurrif/úrvinnsla bifreiða er hinsvegar ennþá stopp á meðan verið er að vinna í málinu.

Kemur fram í tilkynningunni að unnið sé hörðum höndum að því að koma restinni af starfseminni aftur í gang.