Sér­stök þriggja manna starfs­stjórn Reykja­lundar hefur nú verið sett á fót fyrir til­stilli Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra og var stjórnin kynnt fyrir starfs­fólki í morgun. Sam­kvæmt fréttatil­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu leitaði stjórn SÍBS til heil­brigðis­ráð­herra vegna vandans sem fjallað hefur verið um á Reykja­lundi.

„Þetta er lykil­stofnun á sviði endur­hæfingar þar sem býr mikill mann­auður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég á­herslu á að finna fólk í starfs­stjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykja­lundar og er fært um að stíga inn í að­stæður og skapa sátt og vinnu­frið á Reykja­lundi,“ segir Svan­dís í til­kynningunni og telur að um sé að ræða mikil­vægt fyrsta skref.

Mikil óánægja með stjórn SÍBS

Þá kemur fram að starfs­stjórnin hafi fullt sjálf­stæði og ó­skorað um­boð til at­hafna við stjórnun stofnunarinnar á meðan unnið er að því að að­greina rekstur Reykja­lundar frá annarri starf­semi Reykja­lundar. Endur­hæfingar­læknirinn Stefán Yngva­son verður for­maður starfs­stjórnarinnar en auk hans sitja í stjórn Anna Stefáns­dóttir hjúkrunar­fræðingur og Óskar Jón Helga­son sjúkra­þjálfari.

Mikil ó­á­nægja hefur verið á Reykja­lundi vegna stjórn SÍBS en frá því að for­stjóri Reykja­lundar og fram­kvæmda­stjóra lækninga var sagt upp í byrjun októ­ber hafa níu læknar sagt upp störfum. Þá hafa bæði settur for­stjóri Reykja­lundar, Her­dís Gunnars­dóttir, og nýr fram­kvæmda­stjóri lækninga, Ólafur Þór Ævars­son, sagt upp eftir minna en mánuð í starfi.

Starfsstjórnin var kynnt fyrir starfs­fólki Reykjalundar í morgun.
Mynd/Heilbrigðisráðuneytið