Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri leita sér framtíðarhúsnæðis. Stofnanirnar eru nú í 15 þúsund fermetrum húsnæði en leita nú að 10 þúsund fermetrum fyrir starfsemina til framtíðar, þrátt fyrir fyrirhugaða fjölgun starfsmanna.

Húsakostur Skattsins á Laugavegi og Tryggvagötu hentar illa að sögn fram Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem núverandi húsnæði var hannað fyrir tíma stafrænna ferla. Skattrannsóknarstjóri ríkisins er til húsa að Borgartúni 7B og er heildarfjöldi starfsmanna 28 talsins. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum hjá embættinu síðastliðin ár og með fjölgun verkefna er gert ráð fyrir að þeir verði um 45 innan fjögurra ára.

„Húsnæðið sem óskað er eftir mun hýsa 434 starfsmenn stofnananna tveggja, en í húsrýmisáætlun FSR er gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna beggja stofnana.“ segir á vef FSR.

Leita er að húsnæði á miðlægum stað á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við aðrar stofnanir og með góða tengingu við almenningssamgöngur, þar á meðal fyrirhugaða borgarlínu.

Skatturinn er sameinað embætti Ríkisskattstjóra og Tollstjóra og eru starfsmenn um 478 á 15 starfsstöðvum.