Rúm­lega hundrað starfs­menn hafa lýst yfir van­trausti á stjórn Reykja­lundar en þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Starfs­fólkið fundaði í há­deginu vegna brott­vísana for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra lækninga í lok septem­ber og í dag.

Í yfir­lýsingunni kemur fram að starfs­fólkið telji Reykja­lund nú vera ó­starf­hæfa heil­brigðis­stofnun sem full­nægir ekki laga­skil­yrðum um heil­brigðis­stofnanir. Þá er einnig sagt að fram­koma stjórnar Reykja­lundar sé hrana­leg og ó­manneskju­leg sem skapi ó­vissu, ó­öryggi og van­líðan.

Starfs­menn óska einnig eftir því að Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra grípi inn í stöðu mála með hverjum þeim hætti sem hún telur sér heimilt en starfs­mennirnir telja það nauð­syn­legt svo ekki hljótist varan­legur skaði af á­standinu.