Nokkrir starfs­menn í leik­skólanum Granda­borg hafa sagt upp störfum vegna fram­komu og ó­heiðar­leika Reykja­víkur­borgar gagn­vart börnum, for­eldrum starfs­mönnum og leik­skóla­stjóra. Það staðfestir Helena Jónsdóttir, sem að starfaði þar sem leikskóalstjóri þar til í gær. Hún vildi ekki tjá sig um máli frekar að svo stöddu.

Börn í leiksólanum á Grandaborg hafa síðustu vikur verið í húsnæði í Kringlunni eftir að mygla greindist í húsnæði skólans í Vesturbæ Reykjavíkur. Eftir að börnin voru flutt í húsnæði í Kringlunni hefur komið upp sendi Helena Jóns­dóttir, fyrr­verandi leik­skóla­stjóri tölvu­póst á alla for­eldra barna á leik­skólanum og upp­lýsti þá um slæm loft­gæðin í hús­næðinu í Kringlunni.

Reykja­víkur­borg svaraði því og vildi útskýra tíð veikindi barna og starfsfólk sem almennan umgangspestir. Reykjavíkurborg sagi póst Helenu hafi verið fullur af rang­færslum og full­yrðingum sem voru rangar.

Óásættanlegt hjá Reykjavíkurborg

Ása Kristín Einars­dóttir, for­eldri barns á leik­skólanum og fyrrum stjórnar­maður for­eldra­ráðs Granda­borgar segir að Helena hafi einungis verið að upp­lýsa for­eldra um stöðu mála, þar sem það hafi verið mikil skerðing á leik­skóla­starfi vegna for­falla leik­skóla­kennara sem gátu ekki mætt til vinnu vegna slæmra loft­gæða.

„Þetta eru erfiðar vinnu­að­stæður fyrir starfs­fólkið og mér finnst sam­staða for­eldra með Helenu hafa verið ó­rjúfan­leg. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að Reykja­víkur­borg hafi vikið henni úr starfi og sé að skapa meira upp­nám fyrir þessi börn,“ segir Ása.

„Það skapar ó­öryggi fyrir unga krakka að missa þessa starfs­menn,“ segir Ása.