Nokkrir starfsmenn í leikskólanum Grandaborg hafa sagt upp störfum vegna framkomu og óheiðarleika Reykjavíkurborgar gagnvart börnum, foreldrum starfsmönnum og leikskólastjóra. Það staðfestir Helena Jónsdóttir, sem að starfaði þar sem leikskóalstjóri þar til í gær. Hún vildi ekki tjá sig um máli frekar að svo stöddu.
Börn í leiksólanum á Grandaborg hafa síðustu vikur verið í húsnæði í Kringlunni eftir að mygla greindist í húsnæði skólans í Vesturbæ Reykjavíkur. Eftir að börnin voru flutt í húsnæði í Kringlunni hefur komið upp sendi Helena Jónsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri tölvupóst á alla foreldra barna á leikskólanum og upplýsti þá um slæm loftgæðin í húsnæðinu í Kringlunni.
Reykjavíkurborg svaraði því og vildi útskýra tíð veikindi barna og starfsfólk sem almennan umgangspestir. Reykjavíkurborg sagi póst Helenu hafi verið fullur af rangfærslum og fullyrðingum sem voru rangar.
Óásættanlegt hjá Reykjavíkurborg
Ása Kristín Einarsdóttir, foreldri barns á leikskólanum og fyrrum stjórnarmaður foreldraráðs Grandaborgar segir að Helena hafi einungis verið að upplýsa foreldra um stöðu mála, þar sem það hafi verið mikil skerðing á leikskólastarfi vegna forfalla leikskólakennara sem gátu ekki mætt til vinnu vegna slæmra loftgæða.
„Þetta eru erfiðar vinnuaðstæður fyrir starfsfólkið og mér finnst samstaða foreldra með Helenu hafa verið órjúfanleg. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að Reykjavíkurborg hafi vikið henni úr starfi og sé að skapa meira uppnám fyrir þessi börn,“ segir Ása.
„Það skapar óöryggi fyrir unga krakka að missa þessa starfsmenn,“ segir Ása.