Á þriggja mánaða tíma­bili, milli apríl og júní, ferðuðust starfs­menn á um­hverfis- og skipu­lags­sviði Reykja­víkur­borgar fyrir 4,3 milljónir króna.

Dýrust var ferð Ólafar Örvars­dóttur sviðs­stjóra á The Nor­dic Planning Network ráð­stefnuna í Kaup­manna­höfn en hún kostaði 505 þúsund. Ferð Gló­eyjar Helgu­dóttur Finns­dóttur, skrif­stofu­stjóra skrif­stofu sviðs­stjóra, til Mal­mö kostaði 311 þúsund.

At­hygli vekur að Niku­lás Úlfar Más­son byggingar­full­trúi tók Herjólf til Vest­manna­eyja á SATS-fund fram og til baka og rukkar fjögur þúsund krónur en Hjalti Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri reksturs og við­halds, rukkar 89 þúsund fyrir sömu ráð­stefnu.

Á­heyrnar­full­trúi Flokks fólksins spurði hvort það væri ekki sjálf­sagt að gæta hófs í þessum ferða­lögum.

„Notast mætti við fjar­fundi og streymi. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt. Króna hér og króna þar verða að lokum margar krónur.“