Starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, mun láta af störfum fyrir áramót. Donald Trump, forseti Bandaríkjamönnum, tilkynnti blaðamönnum þetta fyrir utan Hvíta húsið fyrir stuttu og tók það fram að á þeim tveimur árum sem hann hefur verið forseti hafi hann verið ánægður með störf hans. 

Samband starfsmananstjórans og forsetans hefur þó verið sagt standa á brauðfótum, og hefur orðrómur verið á kreiki um að Kelly væri á förum.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar CNN voru þeir Trump hættir að ræðast við og hefur Nick Ayers, yfirmaður starfsliðs Mike Pence varaforseta, verið orðaður við stöðuna. Það verður þó endanlega staðfest á næstu dögum.