Erlent

Starfsmannastjóri Hvíta hússins lætur af störfum

John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, mun senn láta af störfum. Samband hans og Bandaríkjaforseta hefur verið sagt standa á völtum fótum um tíma.

John Kelly mun senn láta af störfum. Fréttablaðið/EPA

Starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, mun láta af störfum fyrir áramót. Donald Trump, forseti Bandaríkjamönnum, tilkynnti blaðamönnum þetta fyrir utan Hvíta húsið fyrir stuttu og tók það fram að á þeim tveimur árum sem hann hefur verið forseti hafi hann verið ánægður með störf hans. 

Samband starfsmananstjórans og forsetans hefur þó verið sagt standa á brauðfótum, og hefur orðrómur verið á kreiki um að Kelly væri á förum.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar CNN voru þeir Trump hættir að ræðast við og hefur Nick Ayers, yfirmaður starfsliðs Mike Pence varaforseta, verið orðaður við stöðuna. Það verður þó endanlega staðfest á næstu dögum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

Erlent

Skandinavískir há­skóla­nemar myrtir í Marokkó

Kína

Enginn geti sagt Kína fyrir verkum

Auglýsing

Nýjast

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Auglýsing