Sund­höllin í Reykja­vík er nú lokuð annan daginn í röð vegna skimunar­sótt­kvíar starfs­manna. Einn starfs­maður sund­hallarinnar greindist smitaður og á þurfa því aðrir starfs­menn að fara í skimun. Ekki er ljóst hvort smitið hafi á­hrif á gesti laugarinnar.
Í til­kynningum frá lauginni á Face­book má sjá að fyrst átti laugin að­eins að vera lokuð hluta dags í gær en sú lokun hefur fram­lengst út daginn í dag.