Sundhöllin í Reykjavík er nú lokuð annan daginn í röð vegna skimunarsóttkvíar starfsmanna. Einn starfsmaður sundhallarinnar greindist smitaður og á þurfa því aðrir starfsmenn að fara í skimun. Ekki er ljóst hvort smitið hafi áhrif á gesti laugarinnar.
Í tilkynningum frá lauginni á Facebook má sjá að fyrst átti laugin aðeins að vera lokuð hluta dags í gær en sú lokun hefur framlengst út daginn í dag.
Á meðan starfsmenn eru í skimunarsóttkví vegna smitsins verður laugin lokuð.
Fréttablaðið/Ernir
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir