Starfs­maður í verslun Rúm­fata­lagersins við Bílds­höfða hefur greinst já­kvæður fyrir Co­vid veirunni. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Allir starfs­menn sem hafa verið í sam­skiptum við um­ræddan starfs­mann hafa verið sendir í sótt­kví í sam­ráði við rakningar­teymi Al­manna­varna. Versluninni var tafar­laust lokað og verður lokuð til morguns, meðan farið verður í ítar­lega sótt­hreinsun á öllu svæðinu.

Gert er ráð fyrir að verslunin opni aftur í fyrra­málið og munu starfs­menn úr öðrum verslunum standa vaktina. Í til­kynningunni segir að Rúm­fata­lagerinn hafi mjög skil­virka þrif­ferla í gangi og hefur undir­búið til­felli sem þessi.

Þegar í stað hafi farið í gang við­bragðs­á­ætlun sem felur meðal annars í sér al­gjöra sótt­hreinsun verslunarinnar og enn ítar­legri þrif en krafist er.

Verslunin biður við­skipta­vini vel­virðingar á þessu og þakkar um leið skjót og skil­virk vinnu­brögð rakningar­teymisins.