Starfsmaður Rásar 2 greindist með COVID-19 í gærkvöldi og eru sex starfsmenn útvarpstöðvarinnar í sóttkví auk viðmælenda. Greint er frá þessu á vef RÚV. Einn viðmælendanna er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Í tölvupósti útvarpsstjóra til starfsmanna segir að uppruni smitsins sé ekki ljós, eftir því sem best sé vitað sé ekki tenging á milli þessa smits og smits hjá öðrum starfsmanni útvarpsstöðvarinnar sem kom í ljós í síðustu viku. Þá segir í póstinum að starfsmenn RÚV megi búast við auknum öryggisráðstöfnum og breyttum sóttvarnarreglum á næstunni.