Starfs­maður á rann­sóknar­sviði Land­spítala greindist um helgina með CO­VID-19 en þetta stað­festir Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítala, í sam­tali við RÚV. Að sögn Más eru nú færri en tíu manns í sótt­kví vegna smitsins, þar af engir sjúk­lingar.

Már segist ekki telja að á­hrif smitsins á starf­semi spítalans verði mikil en um var að ræða ein­stak­ling sem starfaði við mynd­greiningu.

Að því er kemur fram í frétt RÚV um málið skoðar far­sótta­nefnd spítalans hvort færa eigi spítalann á hærra við­búnaðar­stig vegna smitsins en ó­vissu­stig hefur verið á starf­semi spítalans frá 24. nóvember síðast­liðnum. Nefndin mun meta stöðuna aftur á morgun.

Alls greindust sex manns innan­lands um helgina, þar af fjórir í gær. Af þeim sem greindust voru þrír utan sótt­kvíar.