Starfs­maður á skrif­stofu Heilsu­gæslunnar á höfuð­borgar­svæðinu hefur greinst með kórónu­veiru­smit. Starfs­maðurinn var í sjálf­skipaðri sótt­kví þegar hann var greindur.

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri heilsu­gæslunnar á höfuð­borgar­svæðinu stað­festir þetta í sam­tali við mbl.is. Aðrir tíu starfs­menn heilsu­gæslunnar eru nú í sótt­kví, en vegna ó­tengdra smita sem ekki eru rakin til skrif­stofu heilsu­gæslunnar.

Gerðar hafa verið ráð­stafanir vegna far­aldursins hjá heilsu­gæslunni og biðlar Óskar til ein­stak­linga sem heim­sækja heilsu­gæsluna að hringja áður en mætt er á staðinn.

Þá minnir Óskar á vefinn heilsu­vera.is, þar sem fólk getur nálgast upp­lýsingar telji það sig vera með ein­kenni. Hann biðlar til fólks um að óska ekki eftir sýna­töku nema það hafi verið í nánum kynnum við smitaðan ein­stak­ling eða finni fyrir ein­kennum.