Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með COVID-19. Greint var frá þessu í tíufréttum á RÚV.

Starfsmaðurinn vann á dagdvöl fyrir fólk með heilabilun. Stjórnendur lokuðu dagdvölinni í dag og verður hún áfram lokuð í fyrramálið meðan stjórnendur funda um stöðuna og ákveða næstu skref.

Þeim sem starfsmaður sinnti og umgengdist hefur verið gert að sæta sóttkví.