Starfs­hópur verður skipaður um varan­legan regn­boga í mið­bæ Reykja­víkur. Hlut­verk hópsins verður að móta stefnu varðandi út­færslu regn­bogans og varan­legrar stað­setningar hans í mið­borg Reykja­víkur. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg.

Í Hópnum verða full­trúar Sam­takanna ‘78, Hin­segin daga í Reykja­vík, borgar­hönnunar Reykja­víkur­borgar og mann­réttinda- og lýð­ræðis­skrif­stofu borgarinnar.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Álfur Birkir Bjarna­son, for­maður Sam­takanna 78, segist vera á­nægður að sam­tökin fái að hafa full­trúa með í starfs­hópnum.

Álfur segir að öðrum kostum ó­skoðuðum gaman að halda regn­boganum þar sem hann er. „Hann er orðið mikið kenni­leiti. Ég hef oftar en einu sinni verið spurður hvort ég viti hvar „the rain­bow street“ er,“ segir Álfur.

Helstu verk­efni starfs­hópsins verða að skoða varðandi varan­lega fram­tíðar­stað­setningu regn­bogans, þar með talið ó­breytta stað­setningu hans á neðri hluta Skóla­vörðu­stígs.

Einnig mun hópurinn leggja mat á á­vinning þess að um­hverfis- og skipu­lags­sviði verði falið að móta til­lögu að út­færslu og stað­setningu út frá þeim for­sendum og mark­miðum sem hópurinn setur saman­borið við að efna til sam­keppni.