Starfshópur verður skipaður um varanlegan regnboga í miðbæ Reykjavíkur. Hlutverk hópsins verður að móta stefnu varðandi útfærslu regnbogans og varanlegrar staðsetningar hans í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Í Hópnum verða fulltrúar Samtakanna ‘78, Hinsegin daga í Reykjavík, borgarhönnunar Reykjavíkurborgar og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar.
Í samtali við Fréttablaðið segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segist vera ánægður að samtökin fái að hafa fulltrúa með í starfshópnum.
Álfur segir að öðrum kostum óskoðuðum gaman að halda regnboganum þar sem hann er. „Hann er orðið mikið kennileiti. Ég hef oftar en einu sinni verið spurður hvort ég viti hvar „the rainbow street“ er,“ segir Álfur.
Helstu verkefni starfshópsins verða að skoða varðandi varanlega framtíðarstaðsetningu regnbogans, þar með talið óbreytta staðsetningu hans á neðri hluta Skólavörðustígs.
Einnig mun hópurinn leggja mat á ávinning þess að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að móta tillögu að útfærslu og staðsetningu út frá þeim forsendum og markmiðum sem hópurinn setur samanborið við að efna til samkeppni.