Starfs­fólki Land­spítala fjölgaði um þúsund árin 2015 til 2020. Stöðu­gildum hefur hins vegar einungis fjölgað um 500, úr tæpum fjögur þúsund í 4.462, og starfs­manna­velta minnkað síðan 2018.

Þetta kemur fram í fimm ára töl­fræði­legu yfir­liti um starf­semi spítalans og svari Stefáns Hrafns Haga­lín deildar­stjóra sam­skipta­deildar Land­spítala við fyrir­spurn Frétta­blaðsins. Hann segir fjölgun starfs­manna og stöðu­gilda væntan­lega skýrast af „stöðugt stærri, mann­frekari og flóknari verk­efnum.“

Starfs­mannafjöldi í upp­hafi árs 2016 til 2020.
Fréttablaðið/Infogram
Starfsmannavelta Landspítalans 2016 til 2020.
Fréttablaðið/Infogram

Rekstrar­­kostnaður spítalans hefur aukist um tæpa 13 milljarða frá 2016 til 2020 og var þá tæpir 83 milljarðar króna. Fjöldi þeirra sem leituðu til Land­­spítalans dróst saman um tvö þúsund á sama ára­bili og fjöldi koma á slysa- og bráða­­þjónustu fór úr 104 þúsund í 80 þúsund.

Legu­dögum á legu­deildum hefur fækkað um tæp­lega 24 þúsund frá 2016 til 2020, komum á göngu­deildir um 23 þúsund, og á dag­deildir um þúsund. Þeim fækkaði um sjö þúsund milli 2019 og 2020.

Mikið hefur mætt á Land­spítalanum og starfs­fólki hans í Co­vid-far­aldrinum. Nú eru 26 inni­liggjandi á spítalanum, þar af sjö á gjör­gæslu.
Fréttablaðið/Vilhelm