Loka­kafli í sögunni af erfið­leikum WOW air er hafinn og Skúli Mogen­sen rær nú líf­róður til þess að reyna að bjarga fyrir­tæki sínu. Skúli gerir það þó ekki einn því starfs­fólk flug­fé­lagsins stendur þétt við bak hans og hefur boðið fram krafta sína, með marg­vís­legum hætti, til þess að að­stoða við líf­róðurinn. 

Í því sam­hengi hafa starfs­menn boðist til að gefa eftir laun sín og leggja þau upp í hluta­bréf, sem Skúli sagðist í bréfi til þeirra í gær­kvöldi vera til­búinn til að skoða. Sam­fé­lags­miðlar spila ekki síður stórt hlut­verk því þar hefur starfs­fólk sýnt stuðning í verki og birt mynd þar sem „WOW-liðar“ haldast í hendur. 

Starfs­fólk sem Frétta­blaðið hefur rætt við á undan­förnum sólar­hring segist afar sorg­mætt yfir stöðu mála en ætlar þó ekki að gefa upp vonina. 

Allt er gert til þess að af­stýra brot­lendingu WOW, enda ljóst að hún myndi hafa mikil á­hrif á ís­lenskt efna­hags­líf. Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær vinnur Arcti­ca Finance að því að safna rúm­lega fimm milljörðum króna til að halda fé­laginu á floti. Fé­lagið skuldar um 200 milljónir dollara, eða 24 milljörðum ís­lenskra króna. 

Ekkert hefur náðst í for­svars­menn WOW frá því að greint var frá því að slitnað hefði upp úr við­ræðum þeirra við Icelandair í gær, en að líkindum verður tíðinda að vænta síðar í dag.