„Þegar fólk er að tala um að það sé orðið þreytt á á­standinu þá skil ég það mjög vel en Guð minn góður, hvernig heldur þú að það sé að vinna í þessu um­hverfi alla daga hérna í Co­vid-galla,“ spyr Tómas Guð­bjarts­son hjarta­skurð­læknir hjá Land­spítalanum í sam­tali við Frétta­blaðið.

Tómas birti færslu á Face­book-síðu sinni mánu­dags­kvöld þar sem hann setur út á um­fjöllun um ó­míkron-af­brigði kórónu­veirunnar sem birtist í leiðara Morgun­blaðsins á mánu­dags­morgun. Þar er fjallað um jóm­frúr­ræðu Arnars Þórs Jóns­sonar, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokksins, á þingi.

Í leiðaranum er meðal annars haft eftir Arnari að sótt­varnar­að­gerðir sem eru nú við lýði hafi verið rétt­lætan­legar í byrjun far­aldursins en séu það mögu­lega ekki lengur. Hann höfðar nú mál fyrir hönd fimm ein­stak­linga þar sem er látið reyna á lög­mæti ein­angrunar fyrir smitaða ein­stak­linga sem hafa engin ein­kenni.

Tómas segir skrifin vera eins og blaut tuska í and­litið á öllum þeim sem eru að vinna á fram­línunni. Fár­veiku fólki fjölgi á gjör­gæslunni og á smit­sjúk­dóma­deild þrátt fyrir að því sé oft básúnað að nýjasta af­brigðið beri með sér vægari ein­kenni.

„Þetta eru sex sinnum fleiri sem eru að sýkjast og núna er þetta bara orðið eins og bál. Kerfið hérna innan hús var mjög þjakað fyrir jól og það er búið að vera klikkað mikið að gera yfir jólin,“ segir Tómas.

Álag eykst á þeim læknum sem eftir eru

Í pistlinum segir Tómas að starfs­fólk spítalans sé að veikjast í hrönnum og að mörg teymi og deildir séu að sligast undan á­lagi. „Sjálfur hef ég verið í vinnunni sleitu­laust í 10 daga og man ekki annað eins á mínum 30 árum sem læknir,“ skrifar Tómas í pistlinum.

Ein­hver dæmi eru um að fólk brenni út vegna á­lags á spítalanum, að sögn Tómasar, en það sé mikið á­hyggju­efni. „Þú getur ekkert keyrt fólk á svona hraða enda­laust,“ segir hann í sam­tali við Frétta­blaðið.

Tómas segir mann­auðinn vera það mikil­vægasta í svona kerfi og að það geti tekið langan tíma að bæta upp fyrir starfs­manna­missi. „Þetta er kannski það sem við óttumst mest núna, ef þetta dregst á langinn, að fólk bara gefist upp,“ segir hann.

Læknar eru margir hverjir að neyðast til að taka sér frí vegna veikinda, hvort sem er Co­vid-tengdum eða ekki, sem eykur enn á­lagið á þeim sem eftir verða. „Þannig að það er alveg skiljan­legt að fólk vilji bremsa þetta,“ segir Tómas. „Þannig að það gerist ekki bara í næstu viku að það sé enginn hjarta­skurð­læknir eða heila­skurð­læknir eftir standandi.“

Land­spítalinn til­kynnti í kvöld að hjarta­deildin skyldi lokuð í kjöl­far hóp­sýkingar þar sem sjö sjúk­lingar greindust smitaðir. Þegar sú deild er lokuð þarf að leggja þá sjúk­linga sem ekki eru smitaðir inn á aðrar deildir spítalans og auka enn á­lagið á þeim.

„Áðan kom síðan upp hóp­smit á hjarta­deild sem er stærsta bráða­deild sjúkra­hússins. Sjúk­lingar þeirrar deildar mega illa við Co­vid-sýkingu ofan á al­var­legan hjarta­sjúk­dóm - og því skiljan­legt að skyn­samur sótt­varna­læknir reyni að bremsa far­aldurinn með viður­kenndum að­ferðum,“ skrifar Tómas. Hann bendir einnig á í sam­tali við blaða­mann að jólin séu anna­samasti tíminn hjá hjarta­deildum.

Frelsi ekki það sama og frelsi

Tómas segir í pistli sínum að mörgum þyki erfitt að skilja að­gerðir sótt­varna­læknis og tali um brot á frelsi ein­stak­linga. „Síðan hve­nær getur frelsi ein­stak­lings gengið út yfir frelsi annarra? Það eru jú mann­réttindi að sýkjast ekki af sjúk­dómi sem getur verið ban­vænn - sér­stak­lega ef maður er veikur fyrir,“ skrifar Tómas.

Búist er við því að Héraðs­dómur kveði á þriðju­dag, 28. desember, upp dóm sinn í máli þeirra fimm ein­kenna­lausra ein­stak­linga sem voru látnir sæta ein­angrun í kjöl­far já­kvæðra PCR-prófa. Tómas telur það ekki vera góð hug­mynd að fólk fái að ráða því sjálft hve­nær það eigi að sæta ein­angrun.

„Maður getur ekki treyst á að fólk sýni dóm­greind þar,“ segir Tómas í samtali við Fréttablaðið. „Þess vegna erum við með bíl­belti, þess vegna erum við með sektir fyrir hrað­akstur og allt þetta. Við setjum á­kveðinn ramma utan um á­kveðna hluti í sam­fé­laginu.“

Tómas segir að það geti verið erfitt fyrir lækna að meta það hvort ein­staklingar séu hraustir og full­kom­lega ein­kenna­lausir eða ekki, hvað þá fyrir al­menning.

„Ég skil alveg þessa um­ræðu um frelsi en hún miðast rosa mikið við þessa sterku í þjóð­fé­laginu, sem eru hraustir og í góðri vinnu,“ segir Tómas. „Þjóð­fé­lagið snýst ekki bara um þá sem eru sterkastir. Mitt starf felst í því að hjálpa þeim sem eru veikir og eiga undir högg að sækja og þeir eru bara ó­trú­lega margir.“