Það virðist vera einkar gott að vinna fyrir sportbílaframleiðandann Porsche en þar á bæ eru árlega greiddir út bónusar í takt við gengi síðasta árs í rekstri. Nú í vikunni fengu allir starfsmenn Porsche greiddan út bónus sem ekki getur talist dónalegur, en hann nam ríflega 1,3 milljónum króna, eða 9.700 evrum. Engu máli skipti hvar í fyrirtækinu fólk vinnur, allir fengu jafn háan bónus, samtals um 25.000 manns. 

Í fyrra gekk mjög vel hjá Porsche og til dæmis var fyrirtækið með ótrúlega mikinn hagnað af veltu, eða 10% og eru vart dæmi um unnað hjá bílaframleiðendum. Sala bíla Porsche um heim allan jókst á síðasta ári um 4%. Þetta háir bónusar hjá Porsche er reyndar engin nýlunda þar sem á síðustu tveimur árum hefur verið greiddur út svo til jafn hár bónus.