Nýjasta uppi­­­­­stand banda­ríska grín­istans Dave Chappelle, Closer, hefur vakið hörð við­­­brögð vegna um­­­­­mæla hans um trans­­­fólk. Margir starfs­­menn Net­flix eru afar ó­­sáttir vegna málsins og hefur hópur þeirra skipu­lagt ó­­­for­m­­legt verk­­fall og ætla að ganga af skrif­­stofu streymis­veitunnar í Los Angeles í dag sam­­kvæmt heimildum Financial Times.

Þetta þykir mikill blettur á orð­spori Net­flix, sem hefur sankað að sér hæfi­leika­fólki vegna starfs­um­hverfis sem ein­kennst hefur af um­burðar­lyndi, fram að þessu.

Í klukku­stundar­löngu uppi­standi sínu lætur grín­istinn falla mörg um­mæli í garð trans­fólks og aðra sem eru hin­segin. Hann varði af­stöðu þeirra sem telja að kyn á­kvarðist við fæðingu og ekki sé hægt að breyta því. Hann bar einnig saman að skil­greina sig sem trans við að klæðast „black­face“, það er þegar hvítt fólk málar sig sem svart.

Aug­lýsinga­skilti fyrir uppi­standið í Hollywood.
Fréttablaðið/Getty

Bar­áttu­­sam­tök fyrir mann­réttindum og réttindum hin­­segin fólks hafa gagn­rýnt Net­flix harð­­lega fyrir uppi­­­stand Chappelle. Hannah Gads­by, sem gert hefur efni fyrir streymis­veituna, sagði hana „sið­­lausan sér­­­trúar­­söfnuð al­gó­­riþmans.“ Jac­­lyn Moor­e, höfundur þáttanna Dear White Peop­­le, segist hætt að starfa með Net­flix.

Hannah Gads­by er ein þeirra sem gagn­rýnt hefur Net­flix fyrir að sýna uppi­stand Chappelle.
Fréttablaðið/Getty

Ted Sarandos, einn for­stjóra Net­flix, sendi í síðustu viku 150 hátt­settum starfs­mönnum tölvu­póst. Þar varði hann þá á­kvörðun fyrir­tækisins að sýna uppi­standið, meðal annars með þeim rökum að Chappelle væri afar mikil­vægur því.

„Chappelle er einn vin­sælasti upp­standarinn í dag og við erum með lang­tíma­samning við hann,“ sagði í tölvu­póstinum. Þetta lagðist mjög illa í marga starfs­menn.

Sarandos segist hafa „klúðrað“ málinu með því að verja fram­ferði Chappelle. „Ég hefði mátt sjá að hópur starfs­fólks okkar var mjög sært,“ segir hann í við­tali í gær sam­kvæmt frétt Wall Street Journal.

Sarandos hefur ekki aflað sér vin­sælda meðal starfs­fólks síns.
Fréttablaðið/EPA