Opin­ber á­skorun til Ás­mundar Einars Daða­sonar, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra og Heiðu Bjargar Pálma­dóttur, for­stjóra Barna­verndar­stofu frá starfs­mönnum með­ferðar­heimilisins Laugar­land hefur verið í um­ferð á sam­fé­lags­miðlum í dag. Í á­skoruninni er skorað á ráð­herra að reyna finna leið til að halda starfsemi meðferðarheimilisins gangandi.

„Þann 20. janúar til­kynnti for­stöðu­maður Með­ferðar­heimilisins að Lauga­landi okkur starfs­mönnum að hann myndi hætta rekstri með­ferða­heimilisins eftir rúm­lega 5 mánuði. Einnig til­kynnti hann okkur að Barna­verndar­stofa hefði tekið á­kvörðun um að starf­semi heimilisins yrði hætt þann 30. júní næst­komandi. Við viljum skora á þá aðila sem að málinu koma að endur­skoða þessa á­kvörðun, sem við teljum geta haft al­var­legar af­leiðingar fyrir skjól­stæðingana okkar,“ segir í á­skoruninni.

„Sömu­leiðis er á Lauga­landi mikill mann­auður og ára­tuga reynsla og fag­þekking er varðar með­ferð ung­linga með hegðunar- og vímu­efna­vanda. Ljóst er að sú mikla reynsla og fag­þekking muni glatast við lokun heimilisins. Við teljum einnig var­huga­vert á þessum ó­vissu­tímum sem Co­vid-19 hefur skapað að loka með­ferðar­heimilinu. Á­hrif Co­vid-19 á okkar skjól­stæðinga­hóp hafa í rauninni enn ekki komið fram að fullu og ó­ljóst hve­nær við munum sjá hverjar af­leiðingarnar verða,“ segir þar enn fremur.

Að mati starfsmananna er verið með þessu að fækka enn úr­ræðum fyrir nú þegar við­kvæman hóp.

„Við teljum að þessi á­kvörðun sé ó­á­byrg. Miðað við framan­greint, teljum við engan veginn á­sættan­legt að leggja niður enn eitt úr­ræðið fyrir einn af við­kvæmustu hópum þjóð­fé­lagsins, og fórna í leiðinni ára­tuga reynslu og fag­þekkingu starfs­fólksins á Lauga­landi.“