Sjúkra­tryggingar Ís­lands hafa gert samning við Lækningu í Lág­múla um að styrkja tíma­bundið mönnun á Land­spítala vegna Co­vid-19. Frá þessu er greint í til­kynningu frá SÍ en þar sem kemur fram að um sé að ræða þriðja samninginn sem gerður er í þessu skyni. Fyrri samningar eru við Klíníkina og Orku­húsið.

Sam­tals fela samningarnir í sér mögu­leika á auknum liðs­styrk tíu svæfinga­lækna, 18 hjúkrunar­fræðinga á sviði al­mennrar hjúkrunar og skurð­stofu- og gjör­gæslu­hjúkrunar og tveimur sjúkra­liðum á tíma­bilinu 10. til 28. janúar