Öllu starfs­fólki dvalar- og hjúkrunar­heimilisins Hraun­búða í Vest­manna­eyjum verða boðin á­fram­haldandi störf og á sömu kjörum þegar Heil­brigðis­stofnun Suður­lands tekur við rekstri heimilisins 1. maí næst­komandi. Frá þessu er greint í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu í kvöld.

Þar kemur einnig fram að starfs­fólk muni halda á­unnum réttindum sínum.

Þetta er það sem kemur fram í nýju sam­komu­lagi á milli heil­brigðis­ráðu­neytisins og Vest­manna­eyja­bæjar vegna yfir­færslu heimilisins.

Sam­komu­lagið í heild sinni verður kynnt fyrir starfs­fólki og hlutað­eig­andi stéttar­fé­lögum strax eftir páska.