Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum Háskólans. Á þetta við um alla starfsemi þar á meðal kennslu, rannsóknir og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Erni Guðbjartssyni, markaðs- og samskiptastjóra Háskóla Íslands.

Unnið er að því að dæla vatni úr byggingum.
Fréttablaðið/Valgarður Gíslason

Líkt og greint var frá í morgun varð mikið tjón í Háskóla Íslands í nótt þegar rof kom á kalda­vatns­æð við aðal­byggingu skólans við Sæ­mundar­götu og vatn tók að flæða inn í byggingar, en um 2.250 tonn af vatni rann inn.

Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf en slökkvið vinnur að því að dæla vatni úr byggingum.

Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur.