For­sætis­nefnd hefur sam­þykkt að taka úr sam­bandi starfs­á­ætlun Al­þingis fyrir yfir­standandi lög­gjafar­þing frá og með deginum í dag og til og með 20. apríl fyrst um sinn.

„Á þeim tíma verða ein­göngu boðaðir þing­fundir til að takast á við brýn mál sem tengjast CO­VID-19 heims­far­aldrinum. Brott­fall starfs­á­ætlunar þýðir einnig að komið getur til þing­funda á þeim tíma sem áður var reiknað með funda­hléi um páska, en þá ein­göngu af sömu á­stæðum, þ.e. ef brýnt verður að grípa til ráð­stafana vegna á­standsins og at­beina Al­þingis þarf til,“ segir í til­kynningu frá skrif­stofu Al­þingis.

Þá hefur for­sætis­nefnd sam­þykkt að hefð­bundin funda­á­ætlun fasta­nefnda verði tekin úr sam­bandi og ein­göngu verði boðað til nefnda­funda í þeim nefndum sem þurfa að taka til um­fjöllunar þing­mál sem tengjast við­brögðum við CO­VID-19 far­aldrinum.

„Óski aðrar fasta­nefndir eftir sem áður eftir því að funda þarf að sækja um það sér­stak­lega til for­stöðu­manns nefnda­sviðs og fá fyrir því sam­þykki for­seta.“