Læknir sem er til rann­sóknar hjá lög­reglu vegna gruns um van­rækslu og röð al­var­legra mis­taka sem leiddu til and­láts að minnsta kosti eins sjúk­lings hjá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja, HSS, er nú við störf hjá Land­spítalanum en þetta kemur fram í frétt Vísis um málið.

Að því er kemur fram í frétt Vísis hefur kæra verið lögð fram í málinu og lög­reglu­rann­sókn hafin en maðurinn lét af störfum hjá HSS eftir að at­hugun land­læknis hófst árið 2019. Læknirinn er ekki með starfs­leyfi sem læknir en hann starfar nú á lyf­lækninga- og krabba­meins­deild Land­spítala.

Starfið hluti af endurmenntun

Frétta­stofa Stöðvar 2 hefur undan­farna daga greint frá máli læknisins en em­bætti land­læknis hefur verið með málið til skoðunar frá því í lok nóvember 2019 en grunur er um að hann hafi beitt líknandi með­ferð að ó­þörfu.

Starfs­fólki deildarinnar sem læknirinn starfar á var upp­lýst um málið í gær og þau látin vita að hann yrði við störf næstu mánuði sem hluti að endur­menntun hans. Hann mun ekki bera neina læknis­fræði­lega á­byrgð þar sem hann starfar án lækna­leyfis.