Lands­sam­band slökkvi­liðs og sjúkra­flutninga­manna, LSS, telur brýnt að bregðast við vegna breytinga á hættu­flokkun starfs slökkvi­liðs­manna úr flokki 2B, sem er fyrir störf sem eru hugsan­lega krabba­meins­valdandi, yfir í flokk 1, sem er fyrir þau störf sem eru stað­fest krabba­meins­valdandi, hjá undir­stofnun Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, WHO, Al­þjóð­legu rann­sóknar­stofnuninni í krabba­meins­fræðum (IARC).

Í yfir­lýsingu segir LSS að það sé brýnt að bregðast strax við þessum breytingum og ráðast í greiningu og gerð að­gerðar­á­ætlunar sem hefur það mark­mið að lág­marka líkur á því að slökkvi­liðs­menn verði út­settir fyrir krabba­meins­valdandi efnum og réttindi þeirra tryggð.

Þó við höfum ekki töl­fræðina eða stað­fest til­felli er það þekkt innan stéttarinnar að ansi margir fé­lagar okkar hafa greinst með eða látist úr krabba­meinum

Þá segir að þessi nýja flokkun ætti að leiða til þess að þau krabba­mein, sem hafi verið stað­fest að slökkvi­liðs­menn vegna starfs síns eigai í aukinni hættu að greinast með, verði skil­greind sem at­vinnu­sjúk­dómur með þeim réttindum sem slíkt felur í sér.

„Engin rann­sókn hefur verið gerð á tíðni krabba­meins meðal slökkvi­liðs­manna á Ís­landi og engin skráning til hjá Vinnu­eftir­litinu en þó við höfum ekki töl­fræðina eða stað­fest til­felli er það þekkt innan stéttarinnar að ansi margir fé­lagar okkar hafa greinst með eða látist úr krabba­meinum,“ segir í yfir­lýsingunni og að stór hluti fé­lags­manna LSS séu slökkvi­liðs­menn og að flestir starfi hjá sveitar­fé­lögum en einnig telji fé­lags­menn starfs­menn ISAVIA sem sinna slökkvi- og björgunar­þjónustu á flug­völlum.

LSS er fag­stéttar­fé­lag starfs­greina í neyðar og við­bragðs­þjónustu. Á vegum fé­lagsins hefur starfað sér­stök Krabba­meins­nefnd sem um ára­bil hefur verið leiðandi í kynningu og fræðslu um hættu slökkvi­liðs­manna á starfs­tengdum sjúk­dómum og átt í al­þjóð­legu sam­starfi við sér­fræðinga og eru þessi nýju tíðindi viður­kenning á því gras­rótar­starfi sem slökkvi­liðs­menn hófu fyrir margt löngu þegar eftir því var tekið hversu margir slökkvi­liðs­menn greinast og látast úr krabba­meinum.