„Þetta var málað til minningar um dóttur mína sem lést á síðasta ári og verkið hefur því mikið til­finninga­legt gildi,“ segir Óskar Gísla­son í sam­tali við Frétta­blaðið.

Ó­prúttinn aðili stal lista­verki eftir Hjalta Pareleus lista­mann, en verkið hékk uppi á vegg í and­dyri sam­býlisins í Þver­holti í Mos­fells­bæ. Verkið var málað til minningar um dóttur Óskars, Kristínu Óskars­dóttur, sem lést á síðasta ári en hún var bú­sett á sam­býlinu.

Verkið heitir Wonderwoman og er minningar­skjöldur með nafni Kristínar fyrir neðan.

Óskar segir að flest bendi til þess að þjófurinn hafi látið til skarar skríða á föstu­dag, á tíma­bilinu frá klukkan 8 til 12 að há­degi. Óskar biðlar til þeirra sem gætu mögu­lega haft ein­hverjar upp­lýsingar um málið að hafa sam­band við lög­reglu. Hann segir að engar vís­bendingar hafi borist en lög­regla sé með málið til skoðunar. Hann lýsti eftir verkinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann tók fram að verkinu hefði verið stolið á fimmtudag. Rétt er að því var stolið á föstudag eins og að framan greinir.

Óskar biðlar til þess sem tók verkið að koma því aftur í réttar hendur. „Ég vil bara að við­komandi skili því ó­skemmdu,“ segir hann.

Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...

Posted by Oskar Gislason on Laugardagur, 26. september 2020