Lög­reglan var um klukkan fimm í gær send að ný­byggingu í Garða­bæ þar sem var til­kynnt um þjófnað. Þar var búið að stela verk­færum og þremur klósettum.

Tölu­verður fjöldi öku­manna var stöðvaður í gær vegna gruns um akstur undir á­hrifum vímu­efna. Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að vímu­efni hafi fundist á ein­hverjum þeirra.

Þá var um klukkan hálf tólf í gær­kvöldi til­kynnt um tvo menn sem veittust að öðrum í hverfi 105. Þeir höfðu einnig skemmt bíl mannsins en komu sér undan áður en lög­reglu bar að garði.

Í Hafnar­firði var til­kynnt um inn­brot í heima­húsi þar sem búið var að stela raf­tækjum.