Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar í sumarbústað á Akureyri.

Dómur féll síðasta miðvikudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tveir mannanna mættu ekki fyrir dóm og var því dæmt að þeim fjarstöddum en sá þriðji sem mætti fyrir dóm játaði sök.

Mennirnir stálu kippu af Einstök.
Fréttablaðið/Valli

Mennirnir fóru saman inn í sumarbústað og stálu þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, kippu af bjór (Einstök), ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum.

Þeir reyndu einnig að stela Bang & Olufsen hátalara að verðmæti 300 þúsund kónur, ryksugu og ullarteppi en flúðu af vettvangi þegar maður sem þekkti eigandann kom að þeim.

Mennirnir eru allir með sakaferil að baki. Einn þeirra hlaut dóm í fyrra fyrir umferðarlagabrot og var hann sviptur ökurétti í 10 mánuði og annar gerði sátt um 100 þúsund króna sekt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra fyrir þjófnað í september í fyrra.

Mennirnir tóku fæturna en skildu hátalarann eftir.