Nokkuð var um að vera hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Meðal annars þurfti lög­regla að hafa af­skipti af manni tví­vegis fyrir sama lög­brot; þjófnaði á tveimur pokum af humri.

Í dag­bók lög­reglu segir að til­kynnt hafi verið um þjófnaðinn úr verslun í hverfi 108 laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Þar hafði maður hnuplað tveimur pokum af humri úr búðinni. Lög­regla hafði af­skipti af sama manni fyrr sama kvöld, um klukkan hálf níu, fyrir sama brot í mið­bænum.

Einnig hafði lög­regla af­skipti af konu í verslun í Garða­bæ um klukkan hálf tólf í gær­kvöldi. Hún var grunuð um þjófnað á snyrti­vörum og var látin laus að lokinni skýrslu­töku. Í Grafar­vogi var einnig til­kynnt um þjófnað rétt fyrir mið­nætti í gær, nú á tösku í eigu manns. Í henni var meðal annars far­tölva. Maður nokkur var hand­tekinn með töskuna um tveimur klukku­stundum síðar og vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Þá stöðvaði lög­regla ung­linga­partý í Grafar­vogi um klukkan eitt í nótt. Fjöldi til­kynninga hafði borist vegna há­vaða frá í­búðinni og þegar lög­regla kom þangað reyndust gestirnir flestir 16 til 18 ára. Að sögn lög­reglu höfðu ó­boðnir gestir ruðst inn í partýið og barið frá sér. Þeir eru nú grunaðir um líkams­á­rás, hús­brot og brot á vopna­lögum.

Í Kópa­vogi hafði lög­regla af­skipti af pari á heimili þeirra. Mikil fíkni­efna­lykt barst frá íbúð þeirra og er það grunað um vörslu og ræktun fíkni­efna. Lög­regla lagði þar hönd á plöntur og til­búið efni.

Þá var til­kynnt um líkams­á­rás í Vestur­bænum í nótt. Á­rásar­þoli var með á­verka á höfði og var fluttur með sjúkra­bif­reið á bráða­mót­töku. Á­rásar­maðurinn var farinn af vett­vangi þegar lög­regla mætti á svæðið en var hand­tekinn síðar og vistaður í fanga­geymslu í nótt fyrir rann­sókn málsins.