Vera Liddell, fyrrverandi skólastarfsmaður í Chicago, hefur verið kærð fyrir stórfelld fjársvik á 19 mánaða tímabili.

Liddel er sögð hafa stolið meira en 11 þúsund pökkum af kjúklingavængjum og 1,5 milljónum Bandaríkjadala af skattfé almennings.

Saksóknarar halda því fram að Liddell hafi lagt fram hundruð óleyfilegra pantana á matvöru, einkum á kjúklingavængjum, til stærsta heildsala skólahverfisins.

Þá segja saksóknarar að Liddell hafi sótt matvælin á merktum vagni skólaumdæmisins en þau hafi aldrei ratað til skólanna.