Bíll sprakk í Rúss­landi eftir að vopn sem á að hafa verið tekið af víg­vellinum í Úkraínu og flutt yfir landa­mærin. Á myndum sem dreifðust um sam­fé­lags­miðla má sjá flak bíls þar sem aftur­huti bílsins hefur sprungið. Metro greinir frá þessu.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Rúss­landi átti at­vikið sér stað í borginni Mytis­hchi, um 16 kíló­metra frá Moskvu. Vecher­nya­ya Moskva greinir frá því að sprengju­varpa sem geymd var í skotti á bíl hefði sprungið, með þeim af­leiðingum að tveir slösuðust.

Rúss­neskir fjöl­miðlar greindu frá því að hinir slösuðu hefðu verið fluttir á sjúkra­hús og að fólk í nær­liggjandi húsum hafi verið flutt frá svæðinu.

Annar þeirra sem slasaðist var Viktor Kovty­kov, sem er 52 ára gamall her­maður á eftir­launum. Hann er sagður hafa verið í Donbas héraðinu að veita mann­úðar­að­stoð. Þar á hann að hafa fundið sprengju­vörpu með ó­sprunginni sprengju.