Bíll sprakk í Rússlandi eftir að vopn sem á að hafa verið tekið af vígvellinum í Úkraínu og flutt yfir landamærin. Á myndum sem dreifðust um samfélagsmiðla má sjá flak bíls þar sem afturhuti bílsins hefur sprungið. Metro greinir frá þessu.
Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi átti atvikið sér stað í borginni Mytishchi, um 16 kílómetra frá Moskvu. Vechernyaya Moskva greinir frá því að sprengjuvarpa sem geymd var í skotti á bíl hefði sprungið, með þeim afleiðingum að tveir slösuðust.
Rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að hinir slösuðu hefðu verið fluttir á sjúkrahús og að fólk í nærliggjandi húsum hafi verið flutt frá svæðinu.
Annar þeirra sem slasaðist var Viktor Kovtykov, sem er 52 ára gamall hermaður á eftirlaunum. Hann er sagður hafa verið í Donbas héraðinu að veita mannúðaraðstoð. Þar á hann að hafa fundið sprengjuvörpu með ósprunginni sprengju.
A grenade launcher exploded in the trunk of a car in #Russian #Mytishchi, reports local media. pic.twitter.com/C4F7xWLrau
— NEXTA (@nexta_tv) May 17, 2022