Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur dæmt karl­mann í fimm mánaða ó­skil­orðs­bundið fangelsi fyrir þjófnaðar­brot.

Maðurinn var á­kærður fyrir að hafa, laugar­daginn 18. apríl 2020, brotist inn í skart­gripa­verslunina Gull­búðina við Banka­stræti á­samt öðrum manni og stolið þaðan sex arm­bands­úrum og tíu hringum að ó­þekktu verð­mæti.

Viku síðar braust hann, á­samt öðrum manni, inn í skart­gripa­verslunina Gull og silfur við Lauga­veg með því að brjóta rúðu verslunarinnar. Stal hann þar skart­gripum að verð­mæti 2,9 milljónir króna, þar á meðal gull­keðjum, gull­lokkum, demantslokkum, demants­hringum og gull­hringi.

Loks var maðurinn á­kærður fyrir að stela mat­vörum fyrir tæpar sex þúsund krónur úr verslun Nettó við Fiski­slóð.

Maðurinn játaði brot sín en hann á saka­feril að baki sem nær aftur til ársins 1995. Dómurinn er ó­skil­orðs­bundinn að öllu leyti og þá var honum gert að greiða sam­tals 264 þúsund krónur í sakar­kostnað.