Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti ýmsum verk­efnum í gær­kvöldi og nótt, en meðal verk­efna sem barst inn á borð þeirra var til­kynning um þjófnað hjá í­þrótta­fé­lagi í Grafar­holti.

Þegar lög­reglu bar að garði var ó­prúttinn ein­stak­lingur búinn að fara inn í búnings­klefa og stela verð­mætum frá ungum fót­bolta­mönnum sem voru á æfingu. Far­símar og bíl­lyklar voru meðal þess sem sá fingra­langi hafði á brott með sér.

Þá hafði lög­regla af­skipti af þremur ungum mönnum í Garða­bænum í gær vegna fíkni­efna­neyslu í bif­reið, en lög­regla lagði hald á ætluð fíkni­efni.

Fimm öku­menn voru stöðvaðir við akstur, en af mis­munandi á­stæðum. Tveir voru stöðvaðir eftir hraða­mælingu í Kópa­vogi, en báðir reyndust aka tals­vert yfir há­marks­hraða. Öku­menn viður­kenndu brot sín.

Þá var öku­maður stöðvaður í Hlíða­hverfinu, grunaður um ölvun við akstur, annar stöðvaður í Laugar­dalnum grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna og sá þriðji stöðvaður í Múla­hverfi. Þegar lög­regla bað við­komandi um öku­skír­teini kom á daginn að hann hafði þá þegar verið sviptur slíkum réttindum.