Maður sem stal bát í Kópa­vogs­höfn á fjórða tímanum nú síð­degis var kominn út fyrir Álfta­nes þegar lög­regla, með að­stoð Land­helgis­gæslunnar hafði hendur í hári hans. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að lög­reglunni hafi borist til­kynning um þjófnaðinn á bátnum á fjórða tímanum. Maðurinn hefði siglt bátnum úr höfninni og í átt að Álfta­nesi.

Þá hafði lög­reglan sam­band við björgunar­sveitina í Kópa­vogi og fóru lög­reglu­menn með að­stoð sveitarinnar á bát í átt að stolna bátnum, sem þá var kominn út fyrir Álfta­nes.

Auk þess fóru menn frá sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra og Land­helgis­gæslunni á bátum til að­stoðar. Báturinn fannst fljót­lega og fóru lög­reglu­menn um borð oh hand­tóku manninn sem var einn um borð í bátnum og fluttu hann í land. Segir í til­kynningu lög­reglu að maðurinn verði yfir­heyrður síðar í kvöld.